
Fisfélagið Sléttan
Fisfélagið Sléttan:
Fisfélagið Sléttan er félagsskapur um fisflug.
Okkar markmið er að fljúga og hafa gaman, í því felst að hafa góða aðstöðu fyrir okkur og flugvélarnar okkar.
Fréttir!
Fisfélagið Sléttan hefur fest kaup á TF-148 sem er Kolb Mark III. Félagar í fisfélaginu Sléttunni geta tekið hana á leigu, hvort heldur er til náms með viðurkenndum kennara Sléttunnar, eða til einkanota samkvæmt reglum Sléttunnar.

Nýjast á vefnum!
Fisfélagið Sléttan hefur fest kaup á TF-148 sem er Kolb Mark III. Félagar í fisfélaginu Sléttunni geta tekið hana á leigu, hvort heldur er til náms með viðurkenndum kennara Sléttunnar, eða til einkanota samkvæmt reglum Sléttunnar.
Fisfréttir!
Rafknúin Zenith CH 750
Á vefsíðu Kitplanes birtist þann 31. janúar 2023 mjög svo áhugaverð grein um Zenith CH 750. En vel flestir fisflugmenn af öllum kynjum kannast við Zenith CH 750. Hinn 30. Janúar 2023 lauk fyrsta farsæla tilraunaflugi hinnar alrafmögnuðu Zenith CH 750 Cruzer í Bretlandi. Rafmagns CH 750 eða „Sky Jeep“ eins og flugvélin er oft nefnt, var þróað af NUNCATS til að veita sjálfbæra flutninga til afskekktra samfélaga. Stofnendur NUNCATS vonast til að geta nýtt vélina í að flytja flytja lækna og það sem þeim tilheyrir til sumra einangruðustu svæða heims með flugvélinni.
NUNCATS, teymið eru hjónin Tim og Helen Bridge og þau völdu hina geisi vinsælu CH 750 frá Zenith vegna þess að hún hentar vel til að athafna sig á stuttum flugbrautum og í óbyggðum.
Þau hyggjast nýta hleðslustöðvar sem hægt er að setja upp á afskekktum stöðum og nýta sólarsellur til þess að framleiða rafmagn.
Ég hvet alla til að lesa þessa grein í Kitplanes þar sem sagt er nánar frá þessari frábæru flugvél og hvers vegna hún var valin til þess að verða knúin með rafmagni. Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun á næstunni.