top of page

Lög félagsins

 

Lög Fisfélagsins Sléttunnar (eftir breytingar Aðalfundar 2020)

 

1.Grein.

Flugklúbburinn heitir Fisfélagið Sléttan og er aðsetur hans og varnarþing í Reykjanesbæ og félagssvæðið Sléttan. Til að slíta þessum flugklúbb þarf atkvæði 75% gildra félagsmann á löglegum aðalfundi.

2. Grein.

Tilgangur klúbbsins er að byggja upp og halda úti aðstöðu fyrir fisflug á Suðurnesjum, og stuðla að öryggi í flugi og leiðbeina þeim sem  áhuga hafa á fisflugi.

 

3. Grein.

Fullgildur félagi í Fisfélaginu Sléttunni telst sá sem hlotið hefur 75% samþykki félagsmanna á aðalfundi eða félagsfundi og hefur greitt félagsgjald eða hefur samið um greiðslur á því. Öllum stendur til boða innganga í Fisfélagið Sléttan sem áhuga hafa á fisflugi. Kröfur til félagsmanna eru þær að félagar fylgi settum reglum og leggi sitt af mörkum í vinnu og uppbyggingu, gangi vel og snyrtilega um eigur félagsins og umhverfi.

 

4. Grein. 

Aðalfund skal halda einu sinni á ári eigi síðar en 28. febrúar ár hvert.  2/3 hluti félagsmann þarf til þess að félagsfundur teljist löglegur. Félagsmaður þarf að vera búinn að gera upp félagsgjald fyrir árið á undan til að hafa kosningarétt á aðalfundi. Félagsfundir skulu ekki vera færri en tveir á ári, en svo margir sem stjórn telur þurfa. Helmingur félagsmanna getur farið fram á félagsfund. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi.

  • Kosinn fundarstjóri.

  • Kosinn ritari.

  • Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og samþykkt.

  • Skýrsla stjórnar og störf félagsins undanfarið starfsár.

  • Reikningar félagsins fyrir liðið  starfsár lagðir fram til samþykktar.

  • Lagabreytingar. Tillögur skulu berast fundinum og vera skýrar og vel fram settar.

  • Kosning stjórnar. Kjósa  skal formann, gjaldkera og ritara. Kjósa skal vallarstjóra og í aðrar stöður sem einnig heyra undir stjórn.

  • Nýir félagsmenn teknir inn.

  • Ákvörðun félagsgjalds, skýlisgjalds.

  • Önnur mál. 

 

5. Grein.

Félagsgjald skal vera að fullu greitt fyrir 1.júlí ár hvert eða frágengið með öruggum greiðslum til gjaldkera, að öðrum kosti er viðkomandi ekki félagsmaður.

 

6.Grein.

Félagsmenn eru allir jafnábyrgir fyrir skuldbindingum félagsins, enda sé samþykkt fyrir þeim með a.m.k. helmings  atkvæða. Flugvöllur og mannvirki á Sléttunni eru á ábyrgð félagsmanna svo og vélar og tæki sem félagið eignast.

 

7. Grein.

Ef menn eru að fljúga, skulu þeir láta vita af sér, hringja í félagsmann eða einhvern annan þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Brýnt er að aðgæsla og varkárni séu ávallt í fyrirrúmi.

 

8. Grein.

Tilkynna skal við upphaf og lok flugs á Sléttunni til flugturns á Keflavíkurflugvelli. 

 

9. Grein.

Skýli eru fyrir fisflugvélar félagsmanna svo og tæki og vélar félagsins. Stæði í skýli  skulu leigð út og miðast eingöngu við fisflugvélar. Eitt stæði miðast við fis með uppsetta vængi og ½ stæði miðast við fis sem er ekki með uppsetta vængi, enda fer mun minna fyrir því. Hætti einhver og byrjar aftur getur viðkomandi ekki krafist þess að fá stæðið sitt aftur ef skýli eru full. Ekki er leyfilegt að áfram leigja stæðið öðrum. Stjórn Sléttunnar sér um að leigja út stæði og skulu undirritaðir samningar þar um.

10. Grein.

Þeir félagsmenn sem eru fullgildir félagar í Fisfélaginu Sléttunni geta byggt einkaflugskýli á félagssvæði Sléttunnar ef samþykki meirihluta liggur fyrir, ásamt leyfi frá bæjaryfirvöldum. Byggingar á Sléttu svæðinu eru eingöngu leyfilegar á fyrirfram ákveðnum byggingarreitum samkvæmt skipulagi svæðisins og þurfa að standast allar reglur varðandi burðarþol. Skilyrt er að skýlið sé eingöngu notað til geymslu flugvéla en ekki til leigu fyrir annað eins og t.d. bíla, hjólhýsi eð búslóðir. Útleiga er eingöngu leyfileg fyrir fis eða flugvélar. Skýlið þarf að vera fullgert að utan og snyrtilegt svo ekki skapist hætta vegna foks. Skilyrt er að eigandi skýlisins sé fullgildur meðlimur í  Fisfélaginu Sléttunni. 

Meðlimur sem á einkaskýli á Sléttunni er frjálst að selja það í heild sinni eða hluta þess, félögum/félaga  innan fisfélagsins Sléttunnar.

Ef enginn meðlimur innan fisfélagsins hefur áhuga á að kaupa skýli í einkaeigu, á fisfélagið Sléttan forkaupsrétt á skýlinu eða hluta þess. Ef ekki semst um sölu skýlisins innan tveggja ára, þarf eigandinn að sjá um að fjarlægja skýlið. (Breyting 22.01. 2014)

11. Grein.

Brjóti félagsmaður af sér er hægt að vísa honum úr  félaginu á aðal- eða félagsfundi með a.m.k. helmingi atkvæða, og fær viðkomandi ekki endurgreitt skýlis eða félagsgjald.

 

 

bottom of page