
Fisfélagið Sléttan

![]() Sléttan_6-11-2002 |
---|
![]() Sléttan_6-11-2002 |
![]() Sléttan_6-14-2004 |
![]() Sléttan_6-14-2004 |
![]() Sléttan_9-11-2004 |
![]() Sléttan_9-11-2004 |
![]() Sléttan_9-11-2012 |
![]() Sléttan_5-6-2009 |
![]() Sléttan_9-11-2012 |
![]() Sléttan_7-18-2010 |
![]() Sléttan_7-18-2010 |
![]() Sléttan_6-22-2011 |
![]() Sléttan_6-22-2011 |
![]() Sléttan_5-6-2009 |
Um okkur
Fisfélagið Sléttan var stofnað þann 4. Mars 1996 af nokkrum flugáhugamönnum af Suðurnesjum, með það fyrir augum að stuðla að framgangi fisflugs á Íslandi.
Upphafið var að 1994 voru tvær fis flugvélar í smíðum á Suðurnesjum en engin aðstaða var á svæðinu fyrir fis flug. Árið 1995 fóru menn að svipast um eftir heppilegu svæði til að leggja flugbraut og koma upp aðstöu fyrir flugvélar og í maí ´95 fannst ákjósanlegt svæði. Eftir að hafa fengið leyfi frá yfirvöldum var hafist handa við gerð flugbrauta. Þetta var mikil og erfið vinna því það þurfti að fjarlægja allt grjót úr flugvallarstæðinu og var sú vinna mest framkvæmd með handaflinu einu saman. Síðan var sáð grasfræi í flugvallarstæðið til að binda jarðveginn því það var varla stingandi strá á svæðinu. Flugbrautin hefur síðan verið stækkuð á alla kanta ár frá ári og er svo komið í dag að uppgrætt svæði sem notað er sem flugbraut er um 500 metra langt og 350 metra breitt. Fyrsta flug af Sléttunni var nákvæmlega ári eftir að hún fannst, en þá flaug Bjarni Sveinsson fis flugvél af gerðinni Kolb Firestar II. Sumarið 1998 var síðan ráðist í smíði bráðabyrgðar flugskýlis, svokallaðas T-skýlis vegna brýnnar þarfar en þá höfðu nokkrir félagsmenn tekið sig saman og keypt notað Quicksilver fis frá Ameríku.
Það var svo sumarið 1999 sem byrjað var á smíði alvöru 300 m2 flugskýlis og samhliða uppbyggingu brauta var það reyst og gert á endanum fokhelt í desember 2002. Félagið hefur aldrei verið mannmargt en það saman stendur af áhugasömum mönnum sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt meira á sig en bara að hittast og fljúga. Þess má einnig geta að félagsmenn hafa ekki einungis grætt upp flugvallarstæðið, heldur hefur einnig mikillum tími og vinnu verði varið í að sá í og dreyfa áburði á nærliggjandi svæði og hefur það skilað mjög greinilegum árangri. Það sem er næst á dagskrá í framkvæmdum hjá félaginu er að fullgera skýlið og koma upp góðri félagsaðstöðu sem hægt er að nýta í þágu félagsins, en eins og menn vita þá er alltaf hægt að breyta og bæta. Hinn mikli áhugi félagsmanna hefur nú skilað félaginu þessari ágætu aðstöðu sem félagsmenn geta nú nýtt sér um ókomna tíð.