
Fisfélagið Sléttan

1. júlí 2015
Allt sem getur flogið
Frétt frá Flugmálafélag Íslands
Hið árlega flugmót Flugmálafélags Íslands verður haldið á Hellu næstu helgi dagana 3 - 6 júlí. Mótið ber yfirskriftina Allt sem getur flogið og má með sanni segja að það lýsi mótinu vel en þar koma saman öll flugsportin á einum stað.
Allir flugáhugamenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnir.
Svæðið opnar á föstudagsmorgun og eru fyrstu gestir vanir að mæta strax um hádegi á föstudag. Gestir hafa svo fram að miðnætti á sunnudag til þess að taka saman. Góð stemning er vegna mótsins og hefur mikill fjöldi boðað komu sína á facebook síðu flugmótsins.
Helstu atriði
-
Ókeypis tjaldstæði.
-
Rafmagn innan vallargirðingar fyrir fellihýsi o.fl.
-
Ódýrt í grillveislu á laugardagskvöldið.
-
Kynnisflug á flugvélum.
-
Útsýnisflug.
-
Fallhlífastökk með farþega.
-
Karamellukast fyrir börn á öllum aldri.
-
Sameiginlegt grill.
-
Varðeldur og kvöldvaka.
Stjórn FMÍ hlakkar til að sjá sem flesta á Hellu!