top of page

5 mars 2015

Bílabensín - endurgreiðsla

 

Frétt frá Fisfélag Reykjavíkur

Eins og áður hefur komið fram hefur Flugmálafélagið beitt sér fyrir endurgreiðslu ofgreiddra opinberra gjalda á bílabensíni um nokkuð skeið.  Gylfi Árnason, stjórnarmaður í FMÍ, hefur rekið málið en hann rak prófmálið sem aðrir geta nú vísað í. Málið er unnið áfram af FMÍ en hér er um eitt stærsta hagsmunamál almannaflugsins að ræða um þessar mundir.

Úrskurðurinn og núverandi vinnulag
Úrskurður ríkistollanefndar (1/2014) vegna krafna Gylfa Árnasonar um endurgreiðslu ofgreiddra opinberra gjalda á bensín sem sett er á flugvélar hefur verið birtur á vef Tollsins: tollur.is>Fyrirtæki>Úrskurðir - álit - dómar>Úrskurðir . Þar geta allir kynnt sér bakgrunn endurgreiðslanna.

Embætti Tollstjóra hefur sent tillögur til Fjármálaráðuneytisins að reglugerð um þessi mál. Flugmálafélagið hefur komið því á framfærið við ráðuneytið að það verði umsagnaraðili um reglugerðina til að tryggja að endurgreiðsluferlið verði sanngjarnt, einfalt og ódýrt í framkvæmd fyrir bæði flugmenn og ráðuneytið. Félagið mun vinna í því máli áfram og hvetur aðildarfélögin til að hafa samband ef þau hafa einhverjar athugasemdir eða ábendingar varðandi það.

 

Meðan ekki er tilbúin reglugerð hyggst Tollurinn vinna eins og lýst er í eftirfarandi á eftirfarandi hátt:

Það sem þarf til þess að geta afgreitt endurgreiðslu hjá Tollinum eru eftirfarandi gögn:

·         Umsóknareyðublaðið E-20. Hér er hlekkur á það http://www.tollur.is/upload/files/E20_web%282%29.pdf 
·         Frumrit reikninga
·         Einkennisstafi og tegund flugvélar
·         Eyðsla flugvélar pr. Klst.
·         Flugtími

Þessar upplýsingar á að senda á Ásdísi Björg Jóhannsdóttir (Asdis.Johannesdottir@tollur.is) og óska nánari upplýsinga hjá henni ef spurningar vakana.
 

Það er mitt mat stjórnar FMÍ að vegna bílabensínáfyllinga á flugvélar 2014 eigi  að endurgreiða um það bil  82kr.  á hvern lítra.  Að auki ber að greiða vexti frá greiðsludegi reiknings, og dráttarvexti frá dagsetningu kröfunnar sem send er Tollinum þar til endurgreiðsla á sér stað.  Kröfur geta verið gildar allt að fjögur ár aftur í tímann.  

Nú þegar hafa amk. fjórir aðilar fengið endurgreitt með þessu vinnulagi og því er öðrum ekkert að vanbúnaði.

Næstu skref
Aðildarfélögin eru hvött til þess að senda þessa orðsendingu á sem flesta til þess að auka þrýstingin á Tollinn og ráðuneytið. Þannig aukast líkurnar á því að hreyfing komist á málið.

Flugmálafélagið mun beita sér áfram í því að einfalda þetta ferli en á sama tíma vinnur það að því að bæta aðgengi að bílabensíni í samstarfi við olíufélögin. Eins og áður sagði er hér um eitt stærsta hagsmunamál almannaflugsins að ræða og því mikilvægt vinna markvisst að því.

Kveðja,
Stjórn Flugmálafélags Íslands

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page