
Fisfélagið Sléttan

Hella 7. júlí 2012
Nokkrir félagar fóru á flugkomu FMÍ á Hellu. laugardaginn 7.júlí, þeir Jóhann Jóhannsson, Bjarni Sveins, Bjarni gröndal og Viðar Pétursson og frú en þau fóru akandi. Veðrið í byrjun var ekki upp á marga fiska en skýjahæð var í 900fetum, en var að lyftast. Er við komum móts við Ölfusárósa kom kall frá fismanni sem hafði nauðlent í fjörunni vegna vélarbilunar og lenti Jóhann hjá honum til að ferja á Hellu. Skýjahæð var góð þegar komið var yfir Ölfus og sást til Eyjafjalla í fjarska. Þegar komið var á Hellu var frábært veður vestan 4-5m og mjög hlítt en sólarlaust svo það var ekki mikil ókyrrð í lofti eins og oft er við Hellu. Talsvert var af vélakosti en Fisfélag Reykjavíkur var að enda hringferð um landið og var í för, hluta af leiðinni, gýrokopti (autogyro) sem kom frá Danmörku og einnig fismaður sem kom flugleiðina til landsins og margar aðrar vélar. Dagurinn var notaður vel til að skoða nágrennið og fóru nokkrir inn að Þórsmörk
og í Múlakot. Viðar og frú tóku með sér tjaldvagn og voru félagar í góðu yfirlæti hjá þeim og ilmandi kaffi. Dagurinn rann frekar hratt og um sjö leitið fórum við að huga að heimferð og virtist sem skýjahulan vera að leggjast yfir Reykjanesið aftur, svo við Bjarni fórum yfir Hellisheiði á leið til baka. Bjarni á Ransinum flaug mun hraðar svo hann var fyrr á Sléttunni. Ég lenti í smá veseni með bensíndælu og þurfti að lenda á kvartmílubrautinni og skilja Kolbinn eftir en sótti hann svo aftur daginn eftir, og flaug heim án vandræða..
Þettað var hinn skemmtilegasti túr og þakka ég fismönnum sem voru á staðnum
fyrir góða samveru.
Bjarni Gröndal