top of page

28 janúar 2015

Skemmdir á hliði

 

Fyrir nokkru síðan fór að bera á að annar staurinn í hliðinu við Patterson var farinn að halla undir flatt. Það er staurinn sem er við hitaveitupípuna. Greinilegt er á nágrenni hliðsins að það hefur verið talsverð umferð framhjá hliðinu, bæði þar sem verið er að troða sér milli staursins og hitaveitupípunnar og fram hjá hólnum og er komin áberandi slóði þar hjá.

 

Síðan kom það í ljós núna í vikunni að búið var að saga í sundur keðjuna sem liggur frá hinum staurnum og yfir í klöppina. Bjarni Gröndal brá sér í viðgerðaleiðangur í vikunni til að kippa þessu í liðinn. Frekar leiðinlegt þegar hlutir fá ekki að vera í friði.

 

Myndir hér.

bottom of page